Goðaborg er í eigu Elís Péturs Elíssonar og Helgu Rakelar Arnardóttur. Fyirtækið er staðsett á Breiðdalsvík og er óhætt að segja að starfsemi þess sé ein helsta vítamínsprautan í byggðarlaginu þar sem fyrtækið núna stærsti vinnustaðurinn í þorpinu.
Rekstur fyrirtækisins hófst árið 2013 með útgerð lítils trébáts sem bar heitið Hafnarey. Hefur starfsemin vaxið mikið síðan þá og rekur fyritækið núna 5 fiskveiðibáta, fiskvinnslu, kaupfélag og harðfiskverkun. Þar að auki eru Elís Pétur og Helga Rakel einnig meðeigendur í Beljanda brugghúsi og bar sem einnig staðsett á Breiðdalsvík.
Harðfiskverkun er nýjasta afsprengi fyrirtækisins og er hann unninn úr ferskum fiski sem veiddur er á bátum fyritækisin. Mikil metnaður er lagður í að trygga að einungins sé notað fyrsta fokks hréfni til að tryggja hámarks gæði. Harðfiskinum hefur verið afar vel tekið og bragðast hann einstaklega vel einn og sér eða með einum af úrvals bjórum brugguðum af Beljanda brugghúsi.
Fyrtækið er í örum vexti og er óhætt að segja reksturinn sé blómlegur og framtíðinn björt.